Okkar Verk

Við höfum unnið að fjölbreyttum verkefnum fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki, þar sem hönnun, framleiðsla og sérsniðnar lausnir eru í forgrunni. Með reynslu í 3D prentun, 3D skönnun, CAD hönnun og stálsmíði tryggjum við nákvæma útfærslu frá hugmynd til fullbúins íhlutar.

Hvort sem um ræðir sérsmíðaða hluti, endurhönnun eða framleiðslu, leggjum við áherslu á vandaða vinnu og skilvirka lausn.

Hafðu samband ef þú hefur verkefni í huga!

Hönnun og Ráðgjöf

Katla - Genki Instruments

Komum inn í mitt verkefni þar sem við hönnuðum og veittum ráðgjöf fyrir ýmsa íhluti í nýja hljóðgerfilin sem Genki Instruments er að þróa. fórum niður í minnstu smáatriði til að tryggja sem besta útkomu þegar varan kemur á markað. Tókum einnig þátt í tæknilegum samskiptum við erlenda framleiðendur sem framleiða íhlutina.

Hönnun og smíði

Verðlaunagripir - Fossbúinn Challenge

Við fengum þann heiður að hanna og smíða verðlaunagripi fyrir Fossbúinn Challenge sem er alþjóðlegt PRS Skotmót sem haldið var í kolgrafafirði. Hér var mikið nostrað við verkið og tryggt að verðlaunagripirnir yrðu einstakir og glæsilegir.

Hönnun og smíði

Sérsmíðaðar felguspangir

Höfum smíðað fjöldan af sérhönnuðum felguspöngum fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Það er einungis hugmyndaflugið sem stoppar menn.

Hönnun og Smíði

Jetski Lyftur

Kúnni var þreyttur á að keyra með sæþoturnar á ramp í hvert skipti. Hönnuðum og smíðuðum samtengjanlegar jetski lyftur.

Hönnun

Framrúða í buggybíla fyrir kúrekinn.is

Kúnni kom með máta af ramma utanum gler. Hafði verið að handskera áður, en vildi láta teikna fyrir sig til að senda í lazer skurð.

3D skönnun, Hönnun og smíði

Ljósafesting á sexhjól

Smíða þurfti festingu sem myndi falla undir plöstin á sexhjólinu og nýta núverandi bolta sem festingu. Framendinn á sexhjólinu var þrívíddarskannaður og festing hönnuð úr ryðfríu plötustáli.

Hönnun og smíði

Bensíntankur á fjórhjól

Hönnun og smíði á bensíntanki fyrir kúnna. Í þessu tilfelli var tankur smíðaður út ryðfríu stáli með milliþilum, áfyllingu og öndun.

Hönnun og smíði

Handklæðarekki fyrir Lindina Húsafelli

Nettur og stílhreinn handklæðarekki fyrir sundlaugina í Húsafelli

Hönnun

Kassi á jetski kerru

Vantaði kassa framan á tvöfalda Jet-Ski kerru til að geyma blautan sjóbúnað eftir notkun.

Hönnun og smíði

Bakplata í byssuskáp

Með hertum reglugerðum er mikilvægt að geyma byssur í læstum skáp. Bakplatan gerði skipulagningu í skápnum einfaldari fyrir aukabúnað.

Hönnun og smíði

Þvottakar fyrir hunda

Hönnun og smíði á þvottakari fyrir Norðurdals Hundaræktun.

Hönnun og Smíði

Skilti fyrir Myrk Store

Kýnni vildi stílhreynt vegghengt skilti með merki Myrk Store.

Hönnun og smíði

Sérsmíðaður borðfótur

Borðfótur úr 5mm plötustáli pólýhúðaður svartur með strúktúr áferð

Hönnun og smíði

Festingar fyrir rafmagnshjól

Festingar fyrir rafmagnshjól til að festa við kerru eða pall á pallbílum.

Hönnun og skurður

Jólatrésstandur með loki

Við byggingu nýs hjúkrunarheimilis fyrir Grund var gert ráð fyrir utandyra jólatrésstandi sem væri innfeldur í jörðina með rafmagni og öllu tilheyrandi. Þegar ekki væri tré í standinum kæmi fallegt lok yfir merkt "Grund".

Hönnun

Hurðir í buggy fyrir Kúrekinn.is

Kúnni kom með máta af hurðum. Hafði verið að handskera áður, en vildi láta teikna fyrir sig til að senda í lazer skurð.

Hönnun og smíði

Skilti fyrir Hótel Húsafell

Nokkur minni skilti hitastig á pottum, dýpt og karla/kvenna klefa fyrir Hótel Húsafell úr ryðfríu stáli. Skiltin voru sett í gegnum burstavél sem gaf þeim fallega burstaða áferð.